Um okkur

Þegar sonur okkar varð 1 árs vildum við halda persónulegt og einfalt afmæli.
Við leituðum lengi að persónulegu skrauti á íslensku en fundum lítið og ákváðum því að búa það til sjálf.
Í kjölfarið af því kom hugmyndin um að leyfa öðrum að njóta þess að geta gert veislurnar sínar persónulegar með myndum og vörum á íslensku!

Við leggjum okkur mikið fram við að búa til hönnun fyrir þig og viljum endilega fá sendar hugmyndir um hvernig við getum hjálpað þér með að búa til þína fullkomnu veislu.

Því er þér velkomið að senda á okkur hugmyndir eða ef þú vilt breyta smáatriðum
og við komumst að hinni fullkomnu niðurstöðu saman!

Maney@maneystudio.is